top of page
IMG_1012_edited.jpg

Jólaljósamaðurinn

Um sögurnar

Í heimi Jólaljósamannsins er líf hetjunnar lítið annað en nördalegt áhugamál. Hetjurnar búa ekki yfir neinum ofurkröftum og  fáir glæpir eru framdir á Íslandi. Jólaljósamanninum er farið að leiðast hetjulífið eftir að hafa verið ofurhetja í 15 ár og

harmar að hann hafi ekki enn öðlast frægð. En hann fær það verkefni að kenna hinum unga Ninjamanni að vera hetja.

Auk þess kynnast þeir hinum bráðláta Agli Bogasyni, nýlegri ofurhetju og fyrrum atvinnuíþróttamanni í bogfimi. Þótt Ísland sé friðsælt land leynast þar smáskúrkar á borð við Sterajötuninn, HEMA riddarann og Gangsta Jóla, sem hetjurnar okkar munu þurfa að kljást við. 

Er hægt að gera drauma sína að veruleika? Hvað færir manni hamingju? Hvers vegna leggjum við svona mikið á okkur til að ná markmiðum okkar? Hvað felst í því að betrumbæta sjálfann sig? Hvers vegna hefur Jólaljósamaðurinn á sér jólaljós
þó að það sé hásumar? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem hetjurnar okkar munu takast á við.

Hafðu samband

Instagram

Tölvupóstur

Sími

+354 6808060

bottom of page